Á heimasíðu Fjársýslu ríkisins má finna uppgjör á sóknargjöldum fyrir árið 2014. Þessi gjöld eru greidd af ríkissjóði 15. hvers mánaðar til þjóðkirkjusafnaða og trúfélaga utan þjóðkirkjusafnaða. Innanríkisráðuneytið ákvarðar fjárhæð sóknargjalds. Af greiðslum til þjóðkirkjusafnaða er 5% greitt til héraðssjóðs. Til viðbótar við bein sóknargjöld greiðir ríkið einnig inn í Jöfnunarsjóð þjóðkirkjusókna 18,5% og í Kirkjumálasjóð 14,3% af heildar fjárhæð sóknargjalda þjóðkirkjusafnaða.