fbpx

Eins og fram hefur komið áður verður ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 7. og 8. september nk. Á þinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Á þinginu verða einnig haldin erindi um ýmis mál sem varða sveitarfélögin á Suðurlandi miklu, td. samgöngumálog málefni aldraðra. Allt efni ársþingsins verður sett á heimasíðuna á meðan á því stendur og í kjölfar þess.