Markmið
Að hanna og setja fram nýja ferðaleið á Suðurlandi. Með það að markmiði að þétta net ferðaleiða á Suðurlandi til að stýra og hægja á gestum svæðisins og um leið er verið að draga fram einkenni og fræða gesti.
Verkefnislýsing
Um er að ræða framhald af áhersluverkefni um Eldfjallaleiðina sem styrkt var á árinu 2022. Verkefnið snýr að því að bæta við þá flóru ferðaleiða sem eru til staðar á Suðurlandi með því að búa til nýja ferðaleið, Eldfjallaleiðina og þar með hafa jákvæð áhrif á samkeppnishæfni landshlutans. Með Eldfjallaleiðinni er eldvirkni dregin fram sem eitt af megin einkennum Suðurlands sem svo tengir saman alla suðurströnd landsins frá vestri til austurs.
Verkþáttur 3: Sköpun og öflun efnis fyrir helstu miðla: Vef, samfélagsmiðla og Upplifðu.is. Myndefni verður valið og framleitt úrfrá markaðsstaðfærslu leiðarinnar, með áherlsu á Lífsglaða heimsborgarann, markhóp sem er vænlegur fyrir þróun sunnlenskrar ferðaþjónustu. Í textavinnu felst skrif á leiðarlýsingum, yfirskriftum og kynningartextum sem tala til markhópsins. Í framhaldi fer fram nauðsynleg vefþróun en leiðin verður framsett á vefnum South.is / Suðurland.is og Vistireykjanes.is.
Verkþáttur 4: Kynningaráætlun framfylgt með kynningu á samfélagsmiðlum, ferðasýningum, ferðavinnustofum og vefmiðlum.
Málaflokkur
Menningar- og viðskiptaráðuneyti
Árangursmælikvarðar
Ávinning af verkefninu má mæla með því að vakta tölur Ferðamálastofu um hlutfall þeirra sem gista a.m.k. eina nótt inni á landshlutanum; sem og meðal dvalarlengd ferðamanna í landshlutanum. Nái verkefnið mælanlegum árangri mun meðal dvalarlengd ferðamanna í landshlutanum lengjast og hlutfall þeirra sem gista a.m.k. eina nótt í landshlutanum að hækka. Í Júní 2021- Júní 2022 komu 65-85% erlendra ferðamanna á Íslandi inn á Suðurland en af aðeins 34-64% gistu yfir nótt í landshlutanum. Af tölum Ferðamálastofu má ætla að um 20% erlendra ferðamanna hafi komið á Suðurland í dagsferðum frá Reykjavík.
Lokaafurð
Tilbúin og kynnt ný ferðaleið á Suðurlandi.
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands
Samstarfsaðilar
Verkefnið byggir á virku samstarfi milli sveitarfélaga, Kötlu UNESCO jarðvangs, Ríkis Vatnajökuls, þjóðgarðanna og rekstaraðila tengdum ferðaþjónustu á leiðinni. Markaðsstofan leiðir þá vinnu og byggir þar á reynslu, þekkingu og verklagi sem varð til þegar að unnið var að kortlagningu, greiningu og vinnslu Vitaleiðarinnar. Með samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness skapast einnig samvinnuvettvangur við Reykjanes UNESCO jarðvang og sveitarfélög á Suðurnesjum.
Heildarkostnaður
4.816.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Lokið
Númer
223002
Lokaskýrsla
Eldfjallaleidin-2.hluti-Lokaskyrsla
Staðan haustið 2023
Staðan haustið 2023. Vefsvæði hefur verið sett upp innan vefsíðunnar South.is þar sem ferðamenn geta kynnt sér Eldfjallaleiðina og skipulagt ferð sína um hana. Leiðinni hefur verið skipt niður í átta svæði og bera þau nöfn Eldfjalla sem hafa haft mikil áhrif á náttúru og menningu. Ferðamenn geta opnað Eldfjallaleiðina í Google maps og fundið áhugaverða staði á ferð sinni. Sérstök áhersla er lögð á fræðandi ferðaþjónustu, svo sem söfn, sýningar og leiðsögn. Slow-travel hugmyndafræðin er umfram allt höfð í hávegi til að lengja dvöl gesta og auka með því framlegð af svæðisbundinni ferðaþjónustu. Lykilskilaboð voru þróuð með fyrirsögnunum: „For the curious“, „Travel with purpose“ og „Take it slow“ .Ljósmyndarinn Þráinn Kolbeinsson var ráðinn til að skapa myndefni sem mun einkenna vef og kynningarefni leiðarinnar. Þá hefur leiðarvísir verið útbúinn fyrir ferðaþjónustuaðila um það hvernig þau geti hagnýtt leiðina í eigin vöruþróun. Mikil efnis- og textavinnsla hefur farið fram en það er mikilvægur liður í leitarvélabestun Eldfjallaleiðarinnar. Kynningaráætlun hefur verið gerð og markviss kynning á erlenda markaði hefst um miðjan október 2023.