fbpx

Markmið

Að til verði hæfileikakeppni unlinga á Suðurlandi í samstarfi milli sunnlenskra skóla og að nemendur fái vettvand fyrir frjálsa listsköpun, fari í gegnum skapandi ferli svo úr verði lokaafurð sem fær að njóta sín á fullbúnu sviði. 

Verkefnislýsing

Skjálftinn er hæfileikakeppni unglingastigs í grunnskólum á Suðurlandi sem haldin var í fyrsta sinn í maí 2021, þá fyrir alla skóla í Árnessýslu. Í Skjálftanum 2022 verður öllum skólum á Suðurlandi boðin þátttaka, 17 samtals. Skjálftinn byggist á því að unglingar þrói leikverk frá hugmynd til sviðssetningar. Markmiðin eru að efla sköpunargáfu, kenna unglingum að hugsa út fyrir rammann, kenna verklag, þjálfa þau í markvissu og langvinnu hópastarfi, styrkja sjálfsmynd einstaklinga og skóla, efla samstarf skólanna og efla samstarf milli skóla og félagsmiðstöðva. 

Málaflokkur

Menningingar- og viðskiptaráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Viðhorfskannanir að loknum Skjálfta.

Lokaafurð

Lokaafurð er r viðburður þar sem barnamenning er flutt af ungmennum fyrir ungmenni. Ávinningurinn er að sigrast á sjálfum sér, fara út fyrir þægindarammann, auka tengsl og vellíðan. Að ungmenni finni farveg í nýjum hlutum sem þau geta séð sem möguegt framtíðarstarf og geti skilað sér aftur til samfélagsins.


Framkvæmdaraðili
Ása Berglind Hjálmarsdóttir 
Samstarfsaðilar
Allir skólar á Suðurlandi sem vilja taka þátt. 
Heildarkostnaður
17.383.053 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.000.000 kr. árið 2022 og 4.000.000 kr. árið 2023
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hófst á árinu 2022 og verður lokið 31.12.2023
Staða
Lokið

Númer
223007

Lokaskýrsla:

Skyrsla_Skjalftinn_2023_final