Markmið
Markmið Atvinnubrúar snýst um sérstakt átak við að fjölga fjölbreyttum tækifærum fyrir háskólanema á Suðurlandi, í samstarfi við atvinnulíf og háskólastofnanir, til að auka menntunarstig á háskólastigi.
Verkefnislýsing
Átaksverkefni til að fjölga tækifærum nemenda með það sem markmið að tengja saman fyrirtæki á Suðurlandi og háskólanema. Að draga fram möguleika til starfsþjálfunar og gerð nemendaverkefna, í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Háskólafélagið er þá milligönguaðili, þ.e. n.k. „brú“ milli atvinnulífs, háskóla og/eða viðeigandi stofnana sem við á. Að hvetja fyrirtæki og skapa þeim vettvang til að geta kynnt starfsemi sína fyrir háskólanemum, hvort sem um ræðir í formi (rafrænna) kynninga eða skipulagðra heimsókna eða viðburða. Að styðja erlenda sérfræðinga sem búsett eru á svæðinu við að fá menntun sína metna að verðleikum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. Að styðja nemendur við þróun nýsköpunarverkefna í samstarfi við fyrirtæki og um leið efla tengsl vísinda, rannsókna og nýsköpunar.
Markmið Atvinnubrúar HfSu er að vinna að sérstökum verkþáttum sem miðla upplýsingum um, styðja við og hvetja til menntunar á háskólastigi í samstarfi við nema, atvinnurekendur, háskóla og aðra samstarfsaðila. Með því að „brúa bilið“ milli fyrirtækja, stofnana og háskólanema, með sunnlenska skírskotun, verður til enn öflugra samstarf milli atvinnulífs og Háskólafélagi Suðurlands og um leið aukinn hvati á að bjóða upp á ýmis tækifæri til að gera háskólamenntun hærra undir höfði. Sérstök áhersla verður lögð á að fjölga tækifærum í starfsþjálfun hjá samstarfsfyrirtækjum Háskólafélag Suðurlands, ásamt þróun og stuðning við sköpun ýmissa nemendaverkefna, t.d. rannsókna- og nýsköpunarverkefna, þá í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Með þessu mun Háskólafélagið vera drifkraftur í eflingu rannsóknar- og námssamfélagi á Suðurlandi, um leið og aukið samstarf við atvinnulífið hvetur til fjölgunar tækifæra fyrir háskólamenntaða sem með tímanum mun skila sér í aukinni sókn í menntun á háskólastigi.
Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024
Verkefnið tengist megináherslunni Samfélag þar sem að meðal markmiða er að auka menntunarstig á Suðurlandi
Væntur árangur
- Fleiri sækja sér háskólamenntunar á Suðurlandi.
- Nemenda- og rannsóknarverkefnum tengt sunnlensku samfélagi fjölgar.
- Háskólanemum fjölgi sem stundað hafa rannsóknir með sunnlenska skírskotun fái atvinnutækifæri við menntun sína.
- Að sunnlenskir nemar fái atvinnu á svæðinu sem tengist sérmenntun, og snúi aftur til síns heima.
- Að samfélagið sé meðvitaðra um mikilvægi rannsókna fyrir uppbyggingu þekkingarsamfélags og sköpun sérfræðistarfa sem aflvaka byggðaþróunar.
- Að horft verði á sérþekkingu erlendra sérfræðinga sem dýrmæta auðlind fyrir eflingu samfélagsins.
- Að Háskólafélag Suðurlands verði leiðandi tengiliður rannsóknar- og háskólasamfélagsins á Suðurlandi, í íslensku og alþjóðlegu samhengi, og geti þannig áfram stutt háskólanema við að sækja sér menntunar, reynslu og atvinnutækifæra.
Lokaafurð
- Sterkt sunnlenskt tengslanet og samstarf milli háskóla, fyrirtækja og stofnana
- Heimasíða með tenglum og tengingum með þverskurði ólíkra sérfræðinga
- Vinnustofur með kynningum á nemendaverkefnum með samfélagslega tengingu
- Vinnustofur með kynningum fyirtækja á starfsemi og mikilvægi fyrir samfélagið
- Fjölgun tækifæra og enn meiri stuðningur við nemendur og nýsköpun
- Dreifing þekkingar og upplýsingagjöf til almennings
- Fjölgun rannsóknarverkefna með sunnlenska skírskotun
- Með þessu verkefni ýtum við undir tækifæri háskólanema til að tengjast sunnlensku samfélagi og snúa til baka úr háskólanámi.
- Sterkara tengslanet skapar tækifæri fyrir nemendur og fyrirtæki til að sameina krafta sína og byggja upp styrkleika sína er kemur að atvinnusköpun, nýsköpun og rannsóknu
- Þekkingarstarfsmenn miðla sinni þekkingu og háskólanemendur fá tækifæri til þess að vaxa í starfi meðfram námi
Meiri samgangur og samtal skapa einnig tækifæri í atvinnusköpun og með niðurfellingu skólagjalda ætti leiðin fyrir nemendur að vera greiðari inn í menntakerfið.
Framkvæmdaraðili
Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðilar
Fyrirtæki og stofnanir, einkum á Suðurlandi, sem koma að verkefnum og rannsóknum fyrir sunnlenskt samfélag. Nokkur þeirra hafa nú þegar samþykkt að taka þátt í Atvinnubrúnni, m.a. Efla, Verkís, Jarðskjálftamiðstöðin á Suðurlandi og Markaðsstofa Suðurlands. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni einnig kalla á víðtækara samstarf, t.a.m. við þekkingarsetur Nýheima á Höfn, Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum, Kötlusetur, og nýtast til að styrkja stoðir þekkingarsamfélagsins á Suðurlandi.
Heildarkostnaður
4.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
1.1.2024- 31.3.2025
Staða
Í vinnslu
Númer
243001