Skaftárhreppur, Byggðastofnun, SASS, fyrirtæki, frumkvöðlar og íbúar fylgja nú eftir skilaboðum íbúaþings sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í október síðastliðnum. Á íbúafundi sem haldinn var 6. febrúar kom fram að verið er að leita lausna til að bæta netsamband, auka framboð á íbúðarhúsnæði, stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og þoka ýmsum fleiri málum áfram. Fulltrúar