Fyrr í þessum mánuði var myndaður hópur sem stóð fyrir samstöðufundi fyrir utan Hótel Selfoss til stuðnings við sjúkarhúsin á Suðurlandi vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárlögum 2011. Á annað þúsund íbúar á Suðurlandi mættu á fundinn þar sem málefnið var kynnt. Nú hefur sami hópur hrint af stað undirskriftarsöfnun meðal Sunnlendinga þar sem skorað er