Ögmundur Jónasson samgönguráðherra sturtaði fyrsta hlassinu fyrir nýja akbraut vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar í gær 22. september. Áður hafði Hannes Kristmundsson fært honum skóflu sem Ögmundur tók fyrstu skóflustunguna með og mun hann varðveita skófluna til hvatningar um að halda verkinu áfram. Lengd framkvæmdakaflans er um 6,5 km og það er Ingileifur Jónsson ehf sem sér