Boðinn verður út á næstu vikum vegarkaflinn á Suðurlandsvegi. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tilkynnti þetta á málstofu Vegagerðarinnar og ráðuneytisins 27. Janúar sl. Verkið felst í breikkun milli Fossvalla í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km. Að vestan tengist kaflinn núverandi þriggja akreina