Á fundi með fulltrúum SASS og bæjarstjórna Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss, sem haldinn var í gær 25. mars, kynntu Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tillögur og áætlanir um hvernig hagað verður tvöföldun Suðurlandsvegar. Meginhluti leiðarinnar verður 2+2 vegur en kaflinn milli Litlu kaffistofunnar og Kambabrúnar verður 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum þar