Samkvæmt nýútgefnum tölum frá Hagstofunni fjölgaði Sunnlendingum um 688 á síðasta ári eða um 2,69% og voru samtals 26.286 1. desember sl. Fjölgunin var umfram landsmeðaltal, en landsmönnum fjölgaði um 2,2% á árinu. Hlutfallslega var fjölgunin langmest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 17,6% en tölulega var fjölgunin mest í Árborg en þar fjölgaði íbúum um 363 og eru