Í gær, 2. maí 2007, var á Eyrarbakka undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 14 sveitarfélög á Suðurlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins en Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks