fbpx
21. september 2021

Samkomulag um fjárstuðning til stofnunar þekkingarseturs á Laugavatni hefur verið undirritað á milli SASS og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Tilgangur þekkingarsetursins er að aðstoða sveitarfélög að innleiða hringrásarhagkerfi í úrgangsmálum með megináherslu á endurnýtingu og þar með að draga úr urðun heimilisúrgangs. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 kr. view full post »