fbpx
14. maí 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óskuðu eftir því að Veðurstofa Íslands (VÍ) gerði format á veðurfarsskilyrðum vegna hugsanlegs alþjóðaflugvallar á Suðurlandi. Áður hafði VÍ gert úttekt á veðurfari á Suðurlandi, byggt á veðurathugunum, en nú skildi skoða sérstaklega veður sem takmarkar notkun flugvalla. Verkefni þetta er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS (sjá vefsíðu SASS, www.sass.is/ahersluverkefni).