fbpx
19. janúar 2024

Nýr byggðaþróunarfulltrúi hefur tekið til starfa í Skaftárhreppi. Unnur Einarsdóttir Blandon hefur tekið að sér að sinna hlutverki byggðaþróunarfulltrúa og tók hún til starfa í byrjun janúar. Unnur er með aðstöðu á skrifstofu sveitarfélagsins á Kirkjubæjarklaustri.  Hlutverk byggðaþróunarfulltrúa er ýmiskonar en helst má nefna að sinna ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar.