Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent fimmtudaginn 14. janúar á hátíðarfundi Vísinda-og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verðlaunin komu í hlut Sérdeildar Suðurlands. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Sérdeild Suðurlands, Setrið, hefur á undanförnum árum verið að efla starf sitt verulega en það snýr m.a.