fbpx
12. janúar 2015

Haustið 2014 var unnin greining á þörf fyrir þekkingu og menntun á sviði verk- og tæknigreina á Suðurlandi.  R3-Ráðgjöf ehf. vann greininguna fyrir Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.  Gísli Sverrir Árnason ráðgjafi stýrði verkefninu, en Sandra D Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu og Kristín Hreinsdóttir  verkefnastjóri hjá SASS unnu náið með honum.