Samkvæmt lögum eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en auk þess innheimta sveitarfélögin ýmsar þjónustutekjur og tekjur af eigin stofnunum og fyrirtækjum. Á árinu 2013 voru skatttekjur 71%, framlag úr Jöfnunarsjóði 13% og aðrar tekjur 17% af heildartekjum sveitarsjóða á landinu öllu. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er dregið af