Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Alls bárust tilnefningar um 11 verkefni og voru þær mjög fjölbreyttar. Verðlaunin hlaut Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) skipaði starfshóp til að fjalla