Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að Sveitarfélagið Ölfus eignist 9% hlut í leikskólum Hveragerðisbæjar gegn greiðslu sama hlutfalls í uppreiknuðu endurstofnverði leikskólans Óskalands. Börn á leikskólaaldri með lögheimili í dreifbýli Sveitarfélagsins Ölfuss njóti í kjölfarið sama aðgengis að leikskólum í Hveragerðisbæ og börn með lögheimili í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Ölfus mun greiða rekstrarkostnað leikskólanna í hlutfalli við