fbpx
22. ágúst 2014

30. ágúst nk. verður opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda,