Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur afhent umhverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 en verðlaunað er fyrir snyrtilegasta heimilisgarðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og sérstök hvatningarverðlaun eru veitt. Snyrtilegasti heimilisgarðurinn er að þessu sinni Ey á Laugarvatni, eigendur Hörður Bergsteinsson og Elín Bachmann Haraldsdóttir. Hann þykir mjög snyrtilegur og stílhreinn. Snyrtilegasta fyrirtækið er Gufuhlíð í Reykholti, eigendur eru Hildur Ósk Sigurðardóttir