fbpx

Dagana 27.-28. október 2022 var ársþing SASS haldið á Höfn í Hornafirði. Á ársþinginu fór fram aðalfundir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Sopstöðvar Suðurlands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 

Góð mæting var á ársþingið að þessu sinni, en um 100 manns sátu aðalfund SASS frá sveitarfélögunum 15. Fjallað var um starfsemi SASS, ýmis verkefni og voru áhugaverð erindi kynnt. 

Allt gekk upp eins og í sögu og er öllum þeim sem komu að ársþinginu þakkað fyrir vel unnin störf og er Sveitarfélaginu Hornafirði þakkað sérstaklega fyrir gestrisnina.