fbpx

Ársþing SASS 2011 var haldið í Vík í Mýrdal 28. og 29. október sl.  Á þinginu voru haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Jafnframt var haldinn fyrsti ársfundur  Þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi.  Auk aðalfundanna var haldinn stefnumótunarfundur á vegum atvinnuþróunarfélagsins.  Þá fluttu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Björgvin Sigurðsson 1. þingmaður Suðurkjördæmi ávörp.     Sigurður Tómas Björgvinsson stjórnsýslufræðingur kynnti nýútkomna skýrslu um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi og Héðinn Unnsteinsson sérfræðingur hjá Forsætisráðuneytinu hélt erindi um  Ísland 2020 – Sóknaráætlanir landshluta – fjárfestingaráætlun og   nýtt vinnulag.  Fundargerðir, ályktanir, skýrslur og erindi má finna hér á heimasíðunni