fbpx

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur nú að gerð atvinnustefnu í sveitarfélaginu. Leitast verður við að móta framtíðarsýn í atvinnumálum sveitarfélagsins með það að markmiði að auka lífsgæði íbúa og rekstrarskilyrði fyrirtækja sem og frumkvöðla. Verkefnið er unnið í samstarfi við SASS, sem leiðir vinnuferlið. Skoðanakönnun tengd atvinnumálum í sveitarfélaginu verður send út til íbúa og forráðamanna fyrirtækja. Vinna við atvinnustefnuna er þegar hafin innan stjórnsýslunnar þar sem allar nefndir sveitarfélagsins hafa skilgreint þeirra þátt í atvinnumálum svæðisins. Haldin verður vinnustofa undir handleiðslu SASS þann 27. maí n.k. þar sem stjórnsýslan leggur drög að stefnunni byggðum á ofangreindum gögnum.