fbpx

Á bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Hornafirði 18. júní var Björn Ingi Jónsson kosin nýr bæjarstjóri sveitarfélagsins. Björn Ingi er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í meirihlutasamstarfi við 3. Framboðið, hann hefur seti í bæjarstjórn Hornafjarðar í 8 ár.

Á fundinum var kosið í nefndir og ráð í bæjarráði sem er skipað þrem fulltrúum allra flokka sitja þrjár konur sem er í fyrsta sinn í sögu Hornafjarðar. Einnig er bæjarstjórn skipuð meirihluta kvenna þar sitja sjö kjörnir fulltrúar þar af eru 4 konur og 3 karlar.

Á annari myndinni afhentir Ásgerður K. Gylfadóttir fráfarandi bæjarstjóri,  Birni Inga Björnssyni lykla af skrifstofu bæjarstjóra og á hinni er afl nýja bæjarstjórnin, sem tók við á fundinum 18. júní.

O