fbpx
Bæjarráð Hveragerðisbæjar kom saman til fundar 2. október sl. Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða: Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntanlegan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði sem hentar Vinnueftirlitinu vel. Er þetta eina starfsemin sem rekin er á vegum ríkisins í Hveragerði ef undan er skilin heilsugæslan. Þykir okkur því lítill sómi að því að færa þessi 5 stöðugildi á Selfoss og valda þar með enn meiri skekkju en orðin er í dreifingu starfa á vegum ríkisins. Ekkert getur í fljótu bragði skýrt þessa ákvörðun sem bæjarfulltrúar í Hveragerði fordæma harðlega um leið og þeir hvetja félagsmálaráðherra til aðendurskoða ákvörðun sína