fbpx

Byggðastofnun, Austurbrú, Breiðdalshreppur, Samband íslenskra sveitarfélaga og SSA standa saman að ráðstefnu á Breiðdalsvík 14.-15. september, þar sem fjallað verður um stöðu og þróun landsbyggðanna á Íslandi út frá nýlegum rannsóknum og þróunarverkefnum. Laila Kildesgaard framkvæmdastjóri svæðissveitarfélagsins Borgundarhólms, sem er dönsk eyja með 40 þúsund íbúa og liggur mun nær S-Svíþjóð en Danmörku, mun einnig vera með framsögu og segja frá því hvernig unnið hefur verið að því að snúa vörn í sókn á þessu danska jaðarsvæði eftir að öll sveitarfélög eyjunnar voru sameinuð í kringum aldamótin 2000.

Ráðstefnugjald er 15.000 kr. innifalið er veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.  Dagskránna má sjá hér

Skráning á info@breiddalsvik.is – skráningarfrestur er til 5. september n.k.

Nánari upplýsingar hjá Sigríði Elínu Þórðardóttir, sigridur@byggdastofnun.is

Sveitarfélög eru hvött til að senda fulltrúa á ráðstefnuna til að fræðast og taka þátt í umræðu um íslenska byggðaþróun í nútíð og framtíð.