fbpx

Fréttir

7. nóvember 2022

Val á Sveitarfélagi ársins 2022 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í húsi BSRB þann 3. nóvember sl. Er þetta í fyrsta skiptið sem valið fer fram en alls voru veittar fjórar viðurkenningar fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.  Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag ársins 2022. Önnur sveitarfélög sem hlutu

4. nóvember 2022

Menningarverðlaun Suðurlands 2022 voru afhent í vikunni og var það Chrissie Telma Guðmundsdóttir sem hlaut þau í ár fyrir verkefnið Fiðlufjör. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Alls skiluðu sér 51 tilnefningar um 15 verkefni. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Eru tilnefningarnar aðeins toppurinn af ísjakanum í því

31. október 2022

Dagana 27.-28. október 2022 var ársþing SASS haldið á Höfn í Hornafirði. Á ársþinginu fór fram aðalfundir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Sopstöðvar Suðurlands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.  Góð mæting var á ársþingið að þessu sinni, en um 100 manns sátu aðalfund SASS frá sveitarfélögunum 15. Fjallað var um starfsemi SASS, ýmis verkefni og voru áhugaverð erindi kynnt. 

19. október 2022

Í byrjun október rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 90 umsóknir. Skiptast umsóknirnar í eftirfarandi flokka; menningarverkefni samtals 62 umsóknir og atvinnu- og nýsköpunarverkefni samtals 28 umsóknir.  Allir umsækjendur fá sendan tölvupóst um niðurstöðu fagráðs og stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eigi síðar en 11. nóvember nk.

4. október 2022

Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fundur fyrir íbúa Suðurlands verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 16-18. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í

26. september 2022

Í dag fór skýrslan Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022 á heimasíðu SASS. Könnunin var framkvæmd í janúar til mars 2022 og voru 1644 fyrirtæki sem tóku þátt. Flest svör bárust frá Suðurlandi, en alls voru 380 fyrirtæki sem tóku þátt. Fyrirtækjakönnunin er samstarfsverkefni allra landshlutanna og áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.  Helstu niðurstöður skýrslunnar: Það eru fleiri fyrirtæki sem

21. september 2022

Þann 5. október munu ungir atvinnurekendur eiga sviðið í hádegishittingi Hreiðursins frumkvöðlaseturs. Linda Rós Jóhannesdóttir eigandi Studio Sport, og þeir Kjartan Ásbjörnsson og Guðmundur Helgi Harðarson eigendur GK bakarís, munu ræða um hvað fékk þau til að taka stökkuð, hvað hefur gengið vel og hvar helstu hindranirnar liggja.  Allir eru velkomnir í súpu og spjall,

5. september 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að