fbpx

Fréttir

24. janúar 2022

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) standa fyrir opnum kynningarfundi um Uppbyggingarsjóð Suðurlands 1. febrúar nk. kl: 12:15 – 13:00. Fundurinn verður í beinu streymi á ZOOM og eru allir áhugasamir hvattir til að taka hádegið frá og kynna sér markmið, áherslur og umsóknarferli sjóðsins ásamt því að ráðgjöf SASS verður kynnt. Sjóðurinn opnar bráðum fyrir umsóknir

17. janúar 2022

Menntaverðlaun Suðurlands sem veitt eru af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 13. janúar á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Athöfnin fór fram í streymi og var send út frá Fjölheimum á Selfossi. Alls bárust átta tilnefningar til Menntaverðlaunanna fyrir árið 2021: Fjallmennskunámið hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu Magnús J. Magnússon fyrrverandi

Þann 11. janúar sl. undirrituðu með sér SASS og Sinfóníuhljómsveit Suðurlands  samning um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Mun styrkur SASS nema 2 m.kr. árið 2022 til að halda skólatónleika og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi. Með stuðningi sínum vill SASS auðga menningarlíf á Suðurlandi og skjóta frekari rótum undir starfsumhverfi klassískra tónlistarmanna

14. janúar 2022

Háskólafélag Suðurland vann nýverið fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga skýrslu um samstarf og sameiningu safna á Suðurlandi. Við öflun gagna við vinnu á þessari samantekt voru lagðar fyrir tvær kannanir. Fyrri könnunin var send á forsvarsfólk viðurkenndra safna á Suðurlandi sem eru sex talsins. Um var að ræða opnar spurningar fyrir utan bakgrunnsspurningar. Seinni könnun var

12. janúar 2022

Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir  nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí.  Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út

7. janúar 2022

  Digi2Market er samstarfsverkefni fjögurra aðila frá Írlandi, Norður-Írlandi, Finnlandi og Íslandi sem vinnur að bættum möguleikum fyrirtækja í hinum dreifðu byggðum landanna til að bæta aðgengi fyrir vörur sínar og þjónustu að mörkuðum utan upprunasvæði síns. Digi2Market verkefnið mun standa fyrir #ruralbusiness samfélagsmiðladegi þann 19. janúar nk. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra

9. desember 2021

Sóknaráætlun Suðurlands er byggðaáætlun fyrir Suðurland og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtakanna við hið opinbera um fjármögnun sókanráætlunar og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Málefnasviðin eru atvinnuþróun og nýsköpun, mentnamál, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða, og menningarmál.

6. desember 2021

Matsjáin er viðskiptahraðall fyrir smáframleiðendur matvæla, sem landshlutasamtök sveitarfélaga, Samtök smáframleiðanda matvæla (SSFM) og RATA standa að. Matsjánni er ætlað að efla leiðtogafærni þátttakenda, efla þá í að þróa vörur og þjónustu og bæta tengsl sín í sinni grein. Verkefnið fer fram í sjö lotum á netinu frá janúar og lýkur með uppskeruhátíð í apríl.

2. desember 2021

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2021. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum

25. nóvember 2021

Miðvikudaginn 24. nóvember var opinn kynningarfundur um svæðisskipulag Suðurhálendisins haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Fín mæting var á fundinn, sem var bæði fjar- og staðfundur. Fundargestir gátu spurt spurninga í gegnum vefforrit sem nýttist fundargestum vel, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru að fylgjast með í gegnum streymi. Hægt er