fbpx

Fréttir

5. september 2024

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi. Evrópurútan mun mæta

30. ágúst 2024

  Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar Hvaða þjónustu nota íbúar og hvert fara þeir til að sækja þá þjónustu? Hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla? Hvaða þjónustu óttast íbúar helst að missa úr heimabyggð? Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan

16. ágúst 2024

  Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að

15. ágúst 2024

  Nýjustu gögn íbúakönnunar landshlutanna eru komin á mælaborð Byggðastofnunar. Nú er hægt að bera saman þróun þeirra á milli kannana. Þá eru líka komin inn eldri gögn frá árunum 2016 og 2017. Enn fremur er að finna gögn yfir enn fleiri spurningar úr könnuninni en áður var. Þetta er því orðið verulega spennandi tæki

14. ágúst 2024

  Beint frá býli dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í fyrra, á sex lögbýlum hringinn í kringum landið, einu í hverjum landshluta. Tilefnið var 15 ára afmæli félagsins, en tilgangurinn að kynna íbúum starfsemi heimavinnsluaðila á lögbýlum og byggja upp tengsl milli þeirra. Á býli gestgjafanna söfnuðust saman aðrir framleiðendur af lögbýlum úr

28. júní 2024

Aukaaðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, fór fram 7. júní sl. í Akóges salnum í Vestmannaeyjum. Fundurinn var haldinn þar sem í samþykktum samtakanna er kveðið á um að enginn skuli eiga sæti í stjórn lengur en sex ár samfellt. Úr stjórn gengu Ásgerður Kristín Gylfadóttir, þáverandi formaður, Grétar Ingi Erlendsson þáverandi varaformaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

25. júní 2024

Starfsmenn þróunarsviðs SASS sóttu alþjóðlega velsældarþingið sem haldið var í Hörpu dagana 11.-12. júní 2024. Velsældarþingið, sem var skipulagt af embætti landlæknis í samstarfi við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, var vettvangur fyrir umræðu um innleiðingu velsældarhagkerfis sem byggist á félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum. Velsældarhagkerfið, sem var megin umræðuefni þingsins, undirstrikar mikilvægi þess að samþætta félagslega,

24. júní 2024

Á Hvolsvelli þann 19. júní stóð Umhverfisstofnun fyrir fræðslufundi um úrgangsforvarnarstefnuna „Saman gegn sóun“ á Midgard Base Camp. Fundurinn var opinn almenningi og áttu þar þátt fulltrúar frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum, sem almennir íbúar frá Suðurlandi. Fundinum var jafnframt streymt og má horfa á útsendinguna hér. Á fundinum var fjallað um leiðir til að

19. júní 2024

  Suðurland: Paradís náttúruunnenda en áskoranir í atvinnumálum og innviðum Niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna 2023 voru nýverið birtar í Deiglunni, riti atvinnuþróunarfélaganna, Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna. Könnunin var unnin af Vífli Karlssyni hagfræðingi, ráðgjafa og dósent við HA og Hrafnhildi Tryggvadóttur, ráðgjafa við SSV. Könnunin, sem nær til alls landsins og byggir á svörum yfir 11.500 íbúa,

14. júní 2024

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir – Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt. Þann 19. júní kl. 10-12 verður Umhverfisstofnun með opinn fund á Midgard Base Camp þar sem þátttakendur fá fræðslu um þau tækifæri