Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti þann 31. maí 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Verkefni í öllum landshlutum hljóta styrk og nema hæstu styrkir 10 milljónum króna. Verkefnin
Þann 8. júní kl. 11:00 mun fyrirtækið Fortinet halda fræðslufund um netöryggi sveitarfélaga. Fortinet er leiðandi í netöryggis lausnum og er það fyrirtæki sem selur mest og vex hraðast á þessum markaði á heimsvísu. Frederic Nilson kerfisverkfræðingur hjá Fortinet mun kynna Fortinet Municipality Design sem hjálpar sveitarfélögum að auka öryggi sitt á einfaldan hátt. Fundurinn verður
Orkídea samstarfsverkefni ásamt eigendum, SASS, Landsvirkjun og LbhÍ, efna til málþings á netinu um græna iðngarða (Eco-Industrial Parks) þann 21. maí nk. kl 8.30-10. Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun ávarpa málþingið og margir aðrir góðir fyrirlesarar halda erindi m.a. Shirar O‘Connor, sjálfstæður alþjóðlegur fjárfestingarráðgjafi. Shirar er eigandi að fyrirtækinu Underpinned Inc. í New
Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) óskar eftir að ráða verkefnastjóra í fullt starf frá 1. september n.k. Starfið felst m.a. í ráðgjöf, verkefnastjórnun og frumkvæðisvinnu á sviði byggðamála samkvæmt sérstökum samstarfssamningi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Starfsstöðin er í skapandi vinnuumhverfi ÞSV og samstarfaðila að Ægisgötu 2 í Eyjum. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér á
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptasjóður bjóða til kynningarfundar á netinu miðvikudaginn 12. maí kl. 13:00-14:00 um einstakan árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins. Fundurinn er haldinn í tilefni af úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins Ísland ljóstengt um ljósleiðarauppbyggingu í
Þann 12. maí kl. 09:00-10:30 munu landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann
Á dögunum lauk Hæfnihringjum, samstarfsverkefni landshlutasamtaka/atvinnuþróunarfélaga, sem snýr að stuðningi fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni. Hæfnihringirnir fóru af stað í byrjun febrúar og stóðu yfir í 5-6 vikur. Alls voru 40 konur skráðar um land allt. Konunum var skipt upp í 6 hópa og fóru þeir fram á netinu í gegnum forritið Zoom. Verkefnið
Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að Eyrarrósinni; viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirkomulag viðurkenningarinnar hefur verið með svipuðu sniði allt frá upphafi, en við endurnýjun samstarfssamnings í ár var ákveðið að endurskoða skipulagið með það í huga að styrkja Eyrarrósina
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 24. mars úthlutun styrkveitinga úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að undangengnu mati fagráða atvinnu og nýsköpunar og fagráðs menningar. Um var að ræða fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs á árinu 2021. Umsóknir voru samtals 166. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 67 umsóknir og 99 umsóknir í flokki menningarverkefna. Að þessu