Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Nánari upplýsingar um styrkveitinguna má nálgast á: https://www.ferdamalastofa.is/umsoknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á
Út er komin greining á vegum SASS um stöðu og þróun atvinnulífs á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustuna. Í greiningunni koma m.a. fram upplýsingar um rekstrartekjur greinarinnar, fjölda starfa og hlutfall erlendra ríkisborgara í greininni – upplýsingarnar eru sundurliðaðar niður á sveitarfélög á Suðurlandi. Um miðjan mars 2020 þegar ljóst var að COVID-19 myndi
Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Orkídea snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að
Til sjávar og sveita viðskiptahraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn, sem hefur göngu sína í annað sinn næsta haust, er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna
Úthlutun úr Sóknarfærum ferðaþjónustunnar hjá SASS Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafði til umfjöllunar þær 211 umsóknir sem bárust í áhersluverkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar, nýjan sjóð á vegum SASS til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi. Fagráð Sóknaráætlunar Suðurlands skilaði af sér tillögu til stjórnar SASS og samþykkti stjórn SASS tillöguna einróma á fundi sínum þann 22. maí
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands stóðu fyrir fjarfundum í lok apríl til að kynna nýtt áhersluverkefni SASS Sóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi. Verkefnið er til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID 19. Þeir sem misstu af fundunum geta kynnt sér glærurnar sem farið var yfir, en þær eru núna aðgengilegar á heimasíðu SASS undir
Opið er fyrir umsóknir í Nýsköpunarsjóð námsmanna fram til kl. 16.00 þann 8.maí 2020. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Umsækjendur geta verið háskólanemar í grunn- og meistaranámi og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og
65 milljónir í nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum SASS – til stuðnings ferðaþjónustunni á Suðurlandi vegna COVID-19 veirunnar Verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er nýtt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 22. apríl s.l. að hrinda verkefninu af stað til að styðja við starfandi fyrirtæki í
Byggðastofnun hefur sett af stað könnun sem ber heitið Byggðafesta og búferlaflutningar: Sveitir og strjálbýli. Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Könnunin er ætluð öllum íbúum 18 ára og eldri í sveitum eða öðru strjálbýli á Íslandi.