Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2019. Hverjir geta tilnefnt?: Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Hverja er hægt að tilnefna?:
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða seinni úthlutun sjóðsins á árinu 2019. Umsóknir voru mjög margar að þessu sinni eða 155 talsins. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu nýverið nýja sóknaráætlunarsamninga við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum. Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) undirritaði samninginn fyrir hönd samtakanna. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Heildargrunnframlag
Tækifæri fyrir nemendur, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til samstarfs Atvinnuskapandi nemendaverkefni á Suðurlandi er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Verkefninu er ætlað að hvetja til samstarfs milli nemenda og fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem stýra verkefninu. Nemendur vinna raunhæf verkefni, til dæmis lokaverkefni, með það að markmiði að verkefnið
Á ársþingi samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var á Hótel Geysi 24.-25. október var Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2019. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Um er að ræða fyrstu menningarverðlaunin sem samtökin veita í þessari mynd, sem ná þvert yfir allan landshlutann. Það voru alls 19 tilnefningar sem
Út er komin skýrslan Landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi. Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur garðyrkju á Íslandi voru 6,1 ma.kr. árið 2017 á meðan þær voru 73,2 ma.kr. í öllum landbúnaði á Íslandi. Tekjurnar höfðu aukist um 800 milljónir króna á tímabilinu 2008-2017 eða 13% að raungildi en 13 ma.kr. í öllum landbúnaði. Sé horft til skiptingar
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir að ráða dugmikinn einstakling í starf fulltrúa/gjaldkera á skrifstofu samtakanna, með aðsetur að Austurvegi 56 á Selfossi. Fulltrúi annast almenna skrifstofuþjónustu og ber ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra. Helstu verkefni: Umsjón með afgreiðslu og móttöku skrifstofunnar Greiðsla reikninga og styrkja Almenn skrifstofuþjónusta fyrir starfsmenn SASS og samstarfsstofnanir samtakanna Setja upplýsingar á heimasíður
Fimmtudaginn 5. september kl. 9-13.30 verður haldin ráðstefna um fjórðu iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. Á Selfossi verður ráðstefnan á Hótel Selfossi en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið. Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ráðstefnunni verður einnig streymt í Nýheimum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs eru að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.
Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund á Selfossi á skrifstofu SASS, Austurvegi 56 miðvikudaginn 21. ágúst kl.12.00–13.00 og í Vestmannaeyjum, í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2 fimmtudaginn 22. ágúst kl.12.00–13.00 Dagskrá Starfsmaður Rannís fer yfir möguleika varðandi opinberan stuðning frá Rannís. Farið verður yfir mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga við umsóknargerð. Styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs Skattfrádrátt vegna rannsókna-