Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) kallar eftir hugmyndum vegna aðgerða á Byggðaáætlun 2018-2024 um sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C.1) á Suðurlandi. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað til samstarfs vegna aðgerða á Byggðaáætlun 2018-2024 um Náttúruvernd og efling byggða (C9). Um er að ræða verkefni sem fellur einnig að stefnu ríkisstjórnarinnar um átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum en nú er. Tilgangur verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning
Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa
Menningarkort Suðurlands er nú komið út. Kortið er yfirlitskort sem jafnframt gildir sem afsláttarkort. Kortið veitir m.a. afslætti af aðgangseyri fyrir alla fjölskylduna og afslætti af vörum. Kortinu er nú verið að dreifa inn á öll heimili á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) gefa kortið út og er það unnið í nánu samstarfi við söfn
Ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi sem ber yfirskriftina Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar. Ráðstefnan verðu haldin á Hótel Selfossi 30. – 31. janúar. Fyrri dagurinn er vinnudagur unga fólksins en ráðstefnan sjálf fyrir unga sem eldri fer fram þann 31. janúar og hefst kl. 09:45 með setningu Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þann dag koma saman fulltrúar
Allt fram í desember sl. voru samningar, milli SASS og Vegagerðarinnar, um almenningssamgöngur í járnum. Sá möguleiki var uppi á borðum að almenningssamgöngur í núverandi mynd breyttust verulega. Viðræður milli SASS og Vegagerðarinnar hafa staðið yfir og málin hafa farsællega verið til lykta leidd. Á síðasta stjórnarfundi SASS kynntu formaður og framkvæmdastjóri stöðu viðræðna. Fram
Nú um áramót eru margir að hefja eða halda áfram námi sínu. Vert er að minna nemendur á Suðurlandi, sem sækja skóla á höfuðborgarsvæðinu, á að það er hægt að fá strætókort á sama verði og nemendum í FSu býðst. Kortið kostar nemendur 90.000 kr. á önn. Hægt er að sækja um kortið hvort sem
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða seinni úthlutun sjóðsins á árinu 2018. Umsóknir voru 120 talsins, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 51 umsókn og 69 umsóknir í
Ályktanir ársþings SASS í Hveragerði 18. og 19. október 2018 ÁLYKTANIR ÁRSÞINGS SASS 2018 Samgönguáætlun Suðurlands Vísað er til Samgönguáætlunar Suðurlands 2017-2026 sem kynnt var á ársþingi samtakanna 2017. Skýrslan er ákall sveitarstjórna á Suðurlandi um bætta vegi á Suðurlandi, þörf fyrir nýframkvæmdir, viðhald og bætt öryggi á vegum, betri fjarskipti, ljósleiðara sem og GSM
Unnin hefur verið skýrsla um veðurfar á Suðurlandi frá árinu 2008 til 2017 af Veðurstofu Íslands fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Skýrslan byggir á mælingum úr 16 sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum á Suðurlandi auk upplýsinga frá þremur mönnuðum veðurathugunarstöðvum. Um margt áhugaverðar upplýsingar er að ræða, þar sem gögn þessi hafa ekki verið teknin saman áður fyrir