Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) og Orka náttúrunnar (ON) hafa gert með sér samkomulag um að efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi á þessu ári. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem víða finnst í formi jarðhita á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt
Ráðstefnan Sjálfbært Suðurland – úrgangsmál, var haldin á vegum Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga þann 7. september 2017 í Flóahreppi. Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum SASS vegna Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2017. Markmið ráðstefnunnar var að leiða saman sveitarfélög á Suðurlandi sem vilja stuðla að betri úrgangsmeðhöndlun og koma að stað umhverfisvakningu á sviði umhverfis- og úrgangsmála.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem er um leið hvatning til frekari dáða. Þann 11. janúar sl. veitti forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson Menntaverðlaun Suðurlands 2017 við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt og ákvað úthlutunarnefnd á
Unnin hefur verið íbúakönnun á Suðurlandi fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Verkefnið var eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands á árinu 2017. Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við Háskólann á Akureyri framkvæmdi könnunina fyrir SASS, í september og október s.l. Kannaður var hugur Sunnlendinga til búsetuskilyrða, aðstæðna á vinnumarkaði ásamt nokkrum
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boða til kynningarfundar með fulltrúum RANNÍS miðvikudaginn 10. janúar nk. kl. 12.00 – 13.30. Fundurinn mun verða haldinn í húsakynnum SASS að Austurvegi 56 á Selfossi. Dagskrá – Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna styrkjaflokka sjóðsins (um 40 mín) – Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna möguleika á skattfrádrætti til rannsókna- og þróunarverkefna (um 20 mín) Gert
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á
Fyrir ári skipaði Alþingi nefnd til að undirbúa hátíðahöld í tilefni 100 ára afmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 og í dag var haldin kynning í Listasafni Íslands á þeim verkefnum sem afmælisnefnd var falið samkvæmt þingsályktun þar um. 1. desember 2017 markar upphaf 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Skrifað var undir samning um
Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2017. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur. Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi