Hádegissúpufundir með kynningu á Uppbyggingarsjóði Suðurlands og handleiðslu um umsóknarformið verða haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 9. til og með 16. september nk. Hvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 9. september kl. 12:00-13:00 Kirkjubæjarstofu, Klaustri, mánudaginn 12. september kl. 11:30-12:30 Fjölheimum, Selfossi, mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 Þekkingarsetri Vestmannaeyja, fundarsal 1. h, mánudaginn 12. spetember kl. 12:00-13:00 Kötlusetri,
Tækniþróunarsjóður stóð fyrir kynningu á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli, þriðjudaginn 30. ágúst, í húsnæði Fjölheima við Tryggvagötu 13, Selfossi. Þeir sem komust ekki á fundinn geta séð efni fundarins hér Ítarlegar uppýsingar um styrkmöguleika má finna hér á heimasíðu Rannís Opið er fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð og umsóknarfrestur er til 15. september 2016 kl. 16:00
Byggðastofnun hefur birt á heimasíðu sinni nýja stöðugreiningu sem lýsir byggðaþróun á Íslandi síðustu misserin með uppfærslu á upplýsingum um nokkra mikilvæga þætti. Stöðugreininguna má sjá hér
Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu verður haldin dagana 6., 7. og 8. október nk. Um er að ræða sambland af vinnufundum, fyrirlestrum og vettvangsferðum með þátttöku virtra erlendra og innlendra leiðbeinenda. Dagskráin er sem hér segir: 6. október: Ráðstefna á Hótel Sigló á Siglufirði 7. október: Ráðstefna í Hofi á Akureyri
Skipulagsdagurinn 2016 verður haldinn fimmtudaginn 15. september nk. Um er að ræða heils dags ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem Skipulagsstofnun stendur að í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hún er ætluð öllum sem koma að gerð skipulags, sveitarstjórnarmönnum, skipulagsfulltrúum sveitarfélaga, skipulagsráðgjöfum og hönnuðum. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á gæði byggðar og
Vegur til farsældar? Mat og mælingar á árangri skólastarfs. Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 20. september 2016 og hefst kl. 13:00 í salnum Kötlu á Hótel Sögu. Ráðstefnugjald er 4.000.- Fyrirlesarar: Paulo Santiaqo Analyst in the OECD Directorate for Education and Skills Þorlákur Axel Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið
Byggðastofnun, Austurbrú, Breiðdalshreppur, Samband íslenskra sveitarfélaga og SSA standa saman að ráðstefnu á Breiðdalsvík 14.-15. september, þar sem fjallað verður um stöðu og þróun landsbyggðanna á Íslandi út frá nýlegum rannsóknum og þróunarverkefnum. Laila Kildesgaard framkvæmdastjóri svæðissveitarfélagsins Borgundarhólms, sem er dönsk eyja með 40 þúsund íbúa og liggur mun nær S-Svíþjóð en Danmörku, mun einnig
FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, í samvinnu við WASTECOSMART, stendur fyrir málþingi um hringrásarhagkerfið og þau tækifæri sem felast í því fyrir sveitarfélög og aðra aðila til að stýra meðhöndlun úrgangs í framtíðinni og taka jafnframt á öðrum knýjandi umhverfismálum eins og t.d. loftslagsbreytingum. Málþingið fer fram 30. ágúst frá kl. 9:30 til 12:15 á Nordica
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst. Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun á Menningarnótt. Ekið er samkvæmt hefðbundinni áætlun frá morgni og fram til kl. 22.30. Eftir þann tíma er leiðakerfi Strætó rofið og við tekur sérstakt leiðakerfi sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim til sín eins fljótt
Í mars sl. fól ráðherra sjávarútvegs, landbúnaðar og byggðamála Byggðastofnun að hefja vinnu við mótun stefnumótandi byggðaáætlunar 2017-2023. Samráðsfundir í ráðuneytum og samráðsvettvöngum landshlutanna voru haldnir á vormánuðum og stefnt er að því að halda þeirri vinnu áfram á haustmánuðum. Hér á heimasíðu Byggðastofnunar má sjá gögn frá samráðsfundum vorsins um byggðaáætlun 2017-2012, glærur og