fbpx

Fréttir

20. apríl 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Máltæknisjóði Hlutverk sjóðsins er að efla notkun íslenskrar tungu í samskiptatækni, til hagsbóta fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2016, kl. 16:00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á síðu Máltæknisjóðs.

19. apríl 2016

Boðið er til opins fundar á Hótel Selfoss, þriðjudaginn 26. apríl kl. 12:00 – 16:00. Innlegg frá háskólum landsins, Sunnlendingum, mennta-og menningarmálaráðuneyti og þingmönnum. Fundarstjóri er Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Fundurinn hefst kl. 12:30 en boðið er upp á súpu kl. 12:00 Allir velkomnir – látum okkur málið varða Dagskráin er hér  

18. apríl 2016

Lokafrestur til að skila inn umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands er til og með  19. apríl Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands: Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við

18. apríl 2016

COFASP ásamt ERA-Marine biotechnology, sem eru evrópsk samstarfsnet (ERA-net) um fiskveiðar, fiskeldi og framleiðslu sjávarafurða og tengdri líftækni, auglýsa eftir forskráningu umsókna.  Frestur til að skrá umsóknir er til 22. apríl 2016. Lýst er eftir umsóknum með áherslu á eftirtalin svið (lýsing viðfangsefna á ensku): Topic 1: Fisheries stock assessment and dynamic modelling using ‘omic’ methodologies

5. apríl 2016

Stjórn SASS hefur samþykkt að standa fyrir málþingi um framtíð háskólastarfsemi á Suðurlandi á Hótel Selfoss, þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 12:00-16:00. Vinsamlega takið daginn frá. Dagskráin verður birt síðar.

4. apríl 2016

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga auglýsir stjórn Námsleyfasjóðs eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2016-2017. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi

4. apríl 2016

Eyjamaðurinn Hrafn Sævaldsson hefur verið ráðinn nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um nýtt starf innan Þekkingarsetursins er að ræða.   Starfið var auglýst í byrjun marsmánaðar og sóttu tíu einstaklingar um starfið. Hrafn hóf störf hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja 1. apríl 2016 og hefur hann starfsstöð á þriðju hæð Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Hrafn hefur undanfarið ár starfað sem

30. mars 2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Um er að ræða 66 styrki til verkefna hringinn í kringum landið, en sérstaklega var horft til öryggismála. Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 596 m.kr. en 51. m.kr. verður úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til brýnna verkefna vegna

23. mars 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um jafnrétti í sveitarfélögum á Grand hóteli í Reykjavík,  31. mars og 1. apríl nk. Fyrirlesarar eru: Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar-og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Birgitta Anderson og Lillemor Harnell, sérfræðingar hjá sænska sveitarfélagasambandinu (SKL) Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra

22. mars 2016

Byggðastofnun hefur uppfært verkefnislýsingu fyrir Brothættar byggðir.  Byggðastofnun var með stefnumótandi byggðaáætlun fyrir 2014-2017 falið að halda áfram með verkefnið Brothættar byggðir. Markmið aðgerðarinnar er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Í verkefnislýsingunni er gefin forskrift að framkvæmd þess í einstökum byggðarlögum. Auk þess sem umgjörð og stöðu verkefnisins er