Eyjamaðurinn Hrafn Sævaldsson hefur verið ráðinn nýsköpunar- og þróunarstjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Um nýtt starf innan Þekkingarsetursins er að ræða. Starfið var auglýst í byrjun marsmánaðar og sóttu tíu einstaklingar um starfið. Hrafn hóf störf hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja 1. apríl 2016 og hefur hann starfsstöð á þriðju hæð Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Hrafn hefur undanfarið ár starfað sem
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Um er að ræða 66 styrki til verkefna hringinn í kringum landið, en sérstaklega var horft til öryggismála. Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 596 m.kr. en 51. m.kr. verður úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til brýnna verkefna vegna
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um jafnrétti í sveitarfélögum á Grand hóteli í Reykjavík, 31. mars og 1. apríl nk. Fyrirlesarar eru: Anna G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar-og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Birgitta Anderson og Lillemor Harnell, sérfræðingar hjá sænska sveitarfélagasambandinu (SKL) Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra
Byggðastofnun hefur uppfært verkefnislýsingu fyrir Brothættar byggðir. Byggðastofnun var með stefnumótandi byggðaáætlun fyrir 2014-2017 falið að halda áfram með verkefnið Brothættar byggðir. Markmið aðgerðarinnar er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins. Í verkefnislýsingunni er gefin forskrift að framkvæmd þess í einstökum byggðarlögum. Auk þess sem umgjörð og stöðu verkefnisins er
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis-og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur
Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun. Á skírdag, fimmtudaginn 24. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa, 25. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laugardaginn 26. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Á páskadag, sunnudaginn 27. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annan í páskum, mánudaginn 28. mars, verður ekið samkvæmt
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð föstudaginn 15. apríl n.k. verður í sjötta sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig
Í síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2015 bárust sjóðnum 122 umsóknir. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42 menningarverkefna og 15 mkr. til 24 nýsköpunarverkefna. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast
Opið er fyrir styrkumsóknir frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness til uppbyggingar á ljósleiðararkerfum utan þéttbýlis. Ísland ljóstengt er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Markmiðið er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Fjarskiptasjóður, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, hyggst styrkja sveitarfélög um samtals 450 milljónir króna vegna styrkhæfra
Opið er fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni á leik-, grunn-og framhaldsskólastigi. Þeir sem geta sótt um eru leik-, grunn-og framhaldsskólar, tónlistar-og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á þessum skólastigum geta sömuleiðis tekið þátt í samstarfsverkefnum. Í skólahluta Erasmus+ er hægt að sækja um þrenns konar