Samtök sunnlenskra sveitarfélaga í samstarfi við þekkingarsetur á Suðurlandi og Markaðsstofu Suðurlands, veita ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála og aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Hægt er að hafa samband beint við neðangreinda ráðgjafa eða senda fyrirspurn eða ósk um ráðgjöf á netfangið radgjof@sudurland.is. Gerður hefur verið samstarfssamningur við eftirfarandi stofnanir um
Á heimasíðu Byggðastofnunar hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna flutninga ársins 2015. Þeir sem geta sótt um eru einstaklingar og lögaðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: einstaklingar sem stunda atvinnurekstur og eru með lögheimili á styrksvæði og lögaðilar sem eru með starfsemi og heimilisfesti á styrksvæði umsækjandi þarf að stunda framleiðslu á vöru sem fellur undir
Eftir fjórar lestrarvikur eru úrslitin ljós í landsleiknum Allir lesa. Þátttakendur hafa samtals lesið í 54.800 klukkustundir, eða sem svarar rúmum sex árum. Tvö sigurlið koma frá Vestmannaeyjum og er meðalaldur annars liðsins 82 ár. Íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga. Eins og í fyrra hafnaði Hveragerði í öðru sæti en Vestmannaeyingar í því
Fyrirlestur um matarhönnun verður haldinn í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 6. mars og hefst kl. 13:00 Fyrirlesari er Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður hjá Matís, en hún hefur m.a. unnið í verkefninu „Stefnumótun hönnuða og bænda“, sem hún mun fjalla um. Einnig mun Brynhildur fjalla almennt um matarhönnun og hvernig hægt er að segja sögur og miðla
Samband íslenskra sveitarfélaga boðar á heimasíðu sinni, til málþings og námskeiðs undir yfirskriftinni Jafnrétti í sveitarfélögum, í samstarfi við Jafnréttisstofu og jafnréttisráð. Hvoru tveggja fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, málþingið fimmtudaginn 31. mars og námskeiðið föstudaginn 1. apríl. Viðburðirnir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt að því að veita fjóra styrki. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Í umsókn skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og hvernig það styður
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman þann 19.febrúar 2016 vegna þeirrar ákvörðunar Háskóla Íslands að færa grunnnám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega ákvörðun Háskóla Íslands að færa nám í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Með þessari ákvörðun er Háskóli Íslands að bregðast því trausti að vera háskóli allra landsmanna.
Ferðamálastofa býður til funda á Suðurlandi vegna þróunarverkefnis um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna (sjá dagskrá neðst). Verkefnið er á forræði Ferðamálastofu og verkefnisstjóri þess er Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar. Verkefnið er unnið samkvæmt nýjum vegvísi og eru markmið þess að: Tryggja að bestu og nákvæmustu upplýsingar hvað varðar öryggi ferðamanna séu þeim alltaf
Fjarskiptasjóður fékk 500 m.kr. fjárveitingu á fjárlögum 2016 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifibýli utan markaðssvæða. Starfshópur vinnur nú að tillögum að framkvæmd fyrirhugaðs landsátaks, Ísland-ljóstengt. Samráðsfundur var haldinn með forsvarsmönnum landshlutasamtaka og fram komnar tillögur um útfærslu kynntar. Gert verður samkomulag við viðkomandi sveitarfélög um verkefnið og styrkinn. Styrkur einskorðast við upphafskostnað þ.e. hann nær ekki
Miðvikudaginn 10. febrúar sl. var haldin kynning á Hvolsvelli, fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, á nýju skipulagi SASS. Stjórnarformaður SASS Gunnar Þorgeirsson, fór yfir tilgang skipulagsbreytinganna, skipurit, markmið, leiðarljós og framtíðarsýn 2015 – 2019, hlutverk samstarfsaðila og leiðir að árangri. Tilgangur skipulagsbreytinganna er m.a. að laga starfsemi SASS betur að þörfum íbúa, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á