Laugardaginn 9. janúar verður kosið um nafn á sveitarfélagið Skeiða-og Gnúpverjahrepp. Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um þau nöfn sem tillögur bárust um og heimilt er að nota. Tillögurnar sem kosið verður um eru: Eystribyggð – Eystrihreppur – Skeiða-og Gnúpverjahreppur – Þjórsárbakkar – Þjórsárbyggð – Þjórsárhreppur – og Þjórsársveit.
Föstudaginn 8. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus + og menningarhluta Creative Europe áætlananna. Aðgangur er öllum opinn, vinsamlega skráið þátttöku hér Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 30, 3. hæð, kl. 12:00-13:00 Fundurinn verður einnig sendur út beint á netinu. Til að taka þátt í fjarfundinum er hægt að
Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að birt hefur verið ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Helstu breytingar frá eldri reglugerð felast í útfærslu á viðauka við fjárhagsáætlun en það ákvæði var nýjung í sveitarstjórnarlögum, gerð yfirlits um ábyrgðir og skuldbindingar sem flokkast utan samstæðu reikningsskilanna, endurbætt framsetningu ársreikninga og fjárhagsáætlana, endurskoðuð framsetning bókhaldslykla
Þann 3. janúar 2016 verða eftirfarandi breytingar gerðar á leiðakerfi Strætó bs á Suðurlandi: Tvær stoppistöðvar bætast við í Árborg á leiðum 74 og 75, annars vegar við Barnaskólann á Stokkseyri og hins vegar við Eyrarveg 11 á Selfossi (Eyrarvegur / Kirkjuvegur). Stoppistöðin Orkan-Selfossi verður Olís-Selfossi og verður staðsett á móti Olís. Leið 52: Ferðirnar kl.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu „Átak til atvinnusköpunar“ Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til hádegis 21. janúar 2016. Umsóknarsíðu má finna hér Sjá auglýsingu hér
Ert þú með Viðskiptahugmynd eða nýtt fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu? Þarft þú aðstoða við að koma því á næsta stig? Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2016 en
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur. Frú
Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á þessu ári. Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir að þessu sinni. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og