Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu „Átak til atvinnusköpunar“ Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til hádegis 21. janúar 2016. Umsóknarsíðu má finna hér Sjá auglýsingu hér
Ert þú með Viðskiptahugmynd eða nýtt fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu? Þarft þú aðstoða við að koma því á næsta stig? Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn sérfræðinga. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2016 en
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur. Frú
Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á þessu ári. Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir að þessu sinni. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Hér með er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndir, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og
Eyjólfur Sturlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands og mun taka við starfinu um áramótin. Eyjólfur var valinn úr hópi 15 umsækjenda. Hann starfar sem skólastjóri Auðarskóla í Búðardal en starfaði áður sem skólastjóri Vallaskóla á Selfossi frá árinu 2002-2009. Eyjólfur lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1989, var í framhaldsnámi í sama skóla og
Í nýjustu Hagtíðindum Hagstofunnar er samantekt á niðurstöðum kosninga til sveitarstjórna sem fram fóru 31. maí 2014. Kosningaþátttaka í þeim kosningum var sú dræmasta í sveitarstjórnarkosningum til þessa eða 66,5% Teknar eru saman upplýsingar um fjölda kjósenda á kjörskrá og kosningaþátttöku miðað við 2010. Einnig kemur fram hver kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum hefur verið frá 1950
Sjávarútvegsráðstefnan var haldin dagana 19. og 20. nóvember sl. Á heimasíðu ráðstefnunnar kemur fram að þátttakendur hafi aldrei verið fleiri, eða 750, en árið 2010 voru þátttakendur 300. Í fimmta sinn voru veitt verðlaun fyrir frumlega hugmynd og að þessu sinni féll verðlaunagripurinn Svifaldan í hlut Snorra Hreggviðssonar hjá Margildi ehf. Hugmyndin byggist á framleiðslu
Á vef Byggðastofnunar má sjá skýrslu er stofnunin vann fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, um stöðu kvenna í landbúnaði og tengdum greinum. Þar kemur m.a. fram að meiri nýliðun sé meðal karla en kvenna í landbúnaðartengdri starfsemi. Síðust 45 ár var fjöldi stofnaðra landbúnaðarfyrirtækja 2.031, en konur stofnuðu aðeins 232 þeirra eða 11%. Margt áhugavert kemur