Safnahelgi á Suðurlandi fer fram nú um helgina, hér fyrir neðan má sjá dagskrá. Safnahelgi 2015
Í viðræðum við ferðaþjónustuaðila á austursvæði Suðurlands koma vegasamgöngur alltaf til tals. Þar er því haldið fram að mjög hátt hlutfall ferðamanna – innlendra sem erlendra – á einkabílum, snúi við í Vík vegna ástands vega, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Á Suðurlandi eru þrír af 16 talningastöðum Vegagerðarinnar, allir á hringveginum: Á Hellisheiði, vestan Hvolsvallar og
Í hverjum mánuði birtir Samband íslenskra sveitarfélaga töflu yfir þær greiðslur sem Fjársýsla ríkisins millifærir til sveitarsjóða vegna innheimtu á útsvari launþega. Hér er yfirlit fyrstu 9 mánaða þessa árs með samanburði við fyrri ár og á milli sveitarfélaga í heild og á hvern íbúa. Það er athylgisvert að aukning útsvarstekna sveitarfélaga á Suðurlandi er
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Alls sóttu sex um starfið. Guðrún hefur meira eða minna unnið sjálfstætt að sínum eigin fyrirtækjum síðustu ár. Hún hefur sett á laggirnar og rekið nokkur fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri. Nú síðast Heilshugar sem selur matvöru sem kallast Millimál og
Á meðfylgjandi skýrslu má sjá ýmsar lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga á Suðurlandi 2014. Má þar nefna kostnað vegna félagsþjónustu á íbúa, rekstrarkostnað grunnskóla á hvern nemanda, nettó rekstarkostnað bókasafna og annarra safna á hvern íbúa, nettó rekstrarkostnað íþróttahúas og sundlauga á hvern íbúa, heildarskatttekjur á hvern íbúa ofl. Talnarýnir – ýmsar lykiltölur úr rekstri
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóði verkefnisins Skaftárhreppur til framtíðar, er veitir styrki í umboði Byggðastofnunar. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi, á netfangið eirny@sudurland.is Eirný veitir jafnframt nánari upplýsingar ef þess er óskað. Frestur rennur út kl. 08:00 mánudaginn 5. október 2015 Nánar upplýsingar um úthlutunarreglur og verkefnið má finna hér Meira hér um verkefnið
Ferðamálastofa er aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir „European Destination of Excellence“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta áfangastaði, vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Af þessu tilefni er haldin annað
Á fundi verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands 23. september s.l. var ný stefnumörkun samþykkt fyrir landshlutann. Stefnumörkunin tekur til eftirfarandi málaflokka; a) menning, b) atvinnuþróun og nýsköpun og c) menntun, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða. Um er að ræða stefnumarkandi plagg við gerð og mótun næstu sóknaráætlunar landshlutans. Stefnumörkunin er í senn leiðarvísir og viðmið við val
ART verkefninu mun ljúka frá og með næstu áramótum ef ekki er tryggt fjármagn til rekstursins. Velferðarráðuneytið veitti 27 milljónum króna til reksturs ART verkefnisins í fyrra og sveitarfélög á Suðurlandi greiddu ríflega 8 milljónir. Skv. fjárlögum nú fellur styrkur niður til verkefnisins. Starfsmenn ART eru þrír og hafa 250 fjölskyldur sótt þjónustu ART-þjálfara frá því
Ársþing SASS verður haldið á Hótel Vík í Vík í Mýrdal, dagana 29. og 30. október. Dagskrá ársþings