fbpx

Fréttir

28. apríl 2015

Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um fjölgun örorkuþega. Á vef Tryggingastofnunar eru birtar tölur yfir fjölda þeirra einstaklinga (kennitalna) sem njóta 75% örorkulífeyris á aldrinum 18 – 67. Frá árinu 1999 hefur orðið næstum tvöföldun á þessum bótaþegum og því álitum við áhugavert að greina í stuttu máli þessa þróun og flokka eftir landshlutum.

22. apríl 2015

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Söndru Brá Jóhannsdóttur, á Breiðabólsstað, sveitarstjóra út kjörtímabilið. Sandra Brá hefur starfað sem verkefnisstjóri ferðaþjónustuverkefnisins Friður og frumkraftar í Skaftárhreppi.  

20. apríl 2015

Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill restaurant verður með fyrirlestur á  Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:30-22:00. Fyrirlesturinn verður sendur út í gegnum fjarfund á Kötlusetri í Vík og hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli í tilefni jarðvangsvikunnar. Einnig verður fyrirlesturinn sendur út í fjarfundarbúnaði Fræðslunets Suðurlands í Nýheimum á Höfn. Fyrirlesturinn er hluti af verkefni klasans

15. apríl 2015

Minjastofnun Íslands ásamt áhugafólki um minjar,  standa fyrir ráðstefnunni Strandminjar í hættu – lífróður,  næstkomandi laugardag, 18. apríl. Ráðstefnan verður haldin í salnum Kötlu á Hótel Sögu og stendur frá kl. 13:00 til kl. 16:30. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera

13. apríl 2015

Fimmtudaginn 16. apríl verður haldið málþing um Hekluskóga í Frægarði í Gunnarsholti  frá kl. 11:00-16:00  Ráðstefnan er öllum opin, skráning fer fram hjá Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is fyrir 15. apríl Dagskránna má sjá hér      

7. apríl 2015

Yrki arkitektar hafa hlotið heiðursviðurkenningu A’Design Award fyrir hönnun sína á vigtarhúsinu í Þorlákshöfn. A’Design Award er ein stærsta árlega hönnunarsamkeppni í heimi, þar sem dómnefnd veitir hönnuðum, arkitektum og hönnunarfyrirtækjum alþjóðlega viðurkenningu.Byggingu vigtarhússins í Þorlákshöfn lauk árið 2009 og hefur það hlotið mikla athygli allra sem lagt hafa leið sína um bryggjuna í Þorlákshöfn fyrir sérstakt form

1. apríl 2015

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki, (sjá heimasíðu Byggðastofnunar ) Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir og umsóknarfrestur er til miðnættis 18. apríl 2015.  Í umsókn skal

31. mars 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga birtir auglýsingu í dag þar sem Suffolk-hérað í Bretlandi óskar eftir samstarfsaðila  í Erasmus+ verkefni um hreyfingu ungra barna. Markmið verkefnisins er að finna leiðir fyrir sveitafélög til að efla hreyfingu og íþróttaiðkun hjá börnum á aldrinum 0-5 ára. Nánari upplýsingar Tengiliður er: Beccy Coombs Programmes and Project Manager +44 1473 260722

30. mars 2015

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015 á Hótel Selfossi kl. 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum Eignarhaldsfélagsins. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu SASS að Austurvegi 56, 2. hæð, Selfossi, og verða afhent hluthöfum á fundinum.

30. mars 2015

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór af stað 13. mars sl. , en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og