fbpx

Fréttir

2. febrúar 2024

  Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, og áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.  Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024.  Byggðarannsóknasjóður hefur allt að 17,5 m.kr. til úthlutunar.

1. febrúar 2024

  SASS og Kötlusetur stóðu fyrir vinnustofu á Hótel Vík föstudaginn 26. Janúar 2024. Yfirskrift vinnustofunnar var Inngilding og samfélag og hana sóttu meðlimir úr fjölmenningarráðum Rangárþings eystra og Hornafjarðar, meðlimir úr Enskumælandi ráði Mýrdalshrepps, fulltrúar sveitarfélaganna fjögurra og byggðarþróunarfulltrúar frá SASS.    Vinnustofan var haldin til þess að fagna verkefnalokum annars hluta byggðarþróunarverkefnis SASS og

31. janúar 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi

30. janúar 2024

  Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði.  Hátíðin fer fram þann. 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.  Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar nk.  Nánari upplýsingar á vef Norðanáttar

25. janúar 2024

  Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.

19. janúar 2024

Nýr byggðaþróunarfulltrúi hefur tekið til starfa í Skaftárhreppi. Unnur Einarsdóttir Blandon hefur tekið að sér að sinna hlutverki byggðaþróunarfulltrúa og tók hún til starfa í byrjun janúar. Unnur er með aðstöðu á skrifstofu sveitarfélagsins á Kirkjubæjarklaustri.  Hlutverk byggðaþróunarfulltrúa er ýmiskonar en helst má nefna að sinna ráðgjöf og handleiðslu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar.

12. janúar 2024

Í ár stendur sunnlenskum börnum og ungmennum í 5. – 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum. Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk.

3. janúar 2024

Ert þú með viðskiptahugmynd? Óskað er eftir skráningum, með eða án hugmynda, í Gulleggið 2024. Síðasti dagur til skráningar er 19. janúar nk. og fer skráning fram á vef Gulleggsins, sjá hér. Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin hefur verið af KLAK – Icelandic Startups síðan 2008. Gulleggið hefst 20. janúar með opnum Masterclass,

12. desember 2023

  SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með

7. desember 2023

  Orkídea samstarfsverkefni er þátttakandi í ESB verkefninu Value4Farm sem meðal annars mun skoða fýsileika þess að reka litlar lífgasverksmiðjur á Suðurlandi. Orkídea með aðstoð Búnaðarsambands Suðurlands hefur dreift skoðanakönnun sem er til þess gerð að greina viðhorf bænda til þessa og mun bændum hafa borist tölvupóstur þess efnis 1. desember síðastliðinn. Við viljum góðfúslega