fbpx

Fréttir

7. apríl 2015

Yrki arkitektar hafa hlotið heiðursviðurkenningu A’Design Award fyrir hönnun sína á vigtarhúsinu í Þorlákshöfn. A’Design Award er ein stærsta árlega hönnunarsamkeppni í heimi, þar sem dómnefnd veitir hönnuðum, arkitektum og hönnunarfyrirtækjum alþjóðlega viðurkenningu.Byggingu vigtarhússins í Þorlákshöfn lauk árið 2009 og hefur það hlotið mikla athygli allra sem lagt hafa leið sína um bryggjuna í Þorlákshöfn fyrir sérstakt form

1. apríl 2015

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki, (sjá heimasíðu Byggðastofnunar ) Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir og umsóknarfrestur er til miðnættis 18. apríl 2015.  Í umsókn skal

31. mars 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga birtir auglýsingu í dag þar sem Suffolk-hérað í Bretlandi óskar eftir samstarfsaðila  í Erasmus+ verkefni um hreyfingu ungra barna. Markmið verkefnisins er að finna leiðir fyrir sveitafélög til að efla hreyfingu og íþróttaiðkun hjá börnum á aldrinum 0-5 ára. Nánari upplýsingar Tengiliður er: Beccy Coombs Programmes and Project Manager +44 1473 260722

30. mars 2015

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015 á Hótel Selfossi kl. 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum Eignarhaldsfélagsins. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu SASS að Austurvegi 56, 2. hæð, Selfossi, og verða afhent hluthöfum á fundinum.

30. mars 2015

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór af stað 13. mars sl. , en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og

30. mars 2015

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannessyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfossi laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl n.k., sjá meðf. auglýsingu  Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetrið. Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 á lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð

20. mars 2015

Starfamessa á Suðurlandi 2015 var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands 19. mars 2015 kl. 10-16 í samstarfi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi, Vinnumálastofnunar á Suðurlandi og grunn- og framhaldsskóla á svæðinu.   Á Starfamessu á Suðurlandi 2015 voru 28 kynningarstöðvar þar sem yfir 30 sunnlensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína og störfin sem

19. mars 2015

  Í dag fimmtudaginn 19. mars, kl. 10-16 stendur yfir Starfamessa á Suðurlandi 2015 í Fjölbrautaskóla Suðurlands í samstarfi SASS, Atorku, framhaldsskóla og grunnskóla á Suðurlandi.  Þar kynna sunnlensk fyrirtæki starfsemi sína og störf í fyrirtækinu fyrir unga fólkinu á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á iðn- og tæknigreinar, garðyrkju og ferðaþjónustu.  Iðandi starfatorg verður í

18. mars 2015

SAMTAL UM SAMFÉLAG – mitt, þitt eða okkar? Málþing í Borgarbókasafninu | Menningarhúsinu Gerðubergi föstudaginn 20. mars 2015 kl. 13:30 – 16:30 Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknastofu í Fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Menntun núna verkefnisins í Breiðholti og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, með stuðningi Akureyrarbæjar, Reykjavíkurborgar og Háskólans á Akureyri. Skráning á

16. mars 2015

Er svæðisskipulag leið til betri framtíðar á Suðurlandi ? Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram megin áskoranir á Suðurlandi, auka skilning Sunnlendinga á sameiginlegum skipulagsmálum og hvort og hvernig megi takast á við þau í sameiningu. Hvað tengir Suðurland og gerir það að einni skipulagsheild ? Er það skipulagssvæði eins og hálendið, ströndin og láglendið