Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af
Sóum minna – nýtum meira“ – Ráðstefna um lífrænan úrgang í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars 2015 kl. 10-17 Fjallað verður á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður. Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast
„Frumkvöðladagur Uppsveitanna“ verður haldinn á Café Mika í Reykholti, fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00 Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu, markmiðið er að stuðla að nýsköpun og hvetja hugmyndaríkt fólk til dáða. Hugað verður að því hvernig má komast frá hugmynd til framkvæmdar. Stoðkerfið verður kynnt ásamt styrkjamöguleikum og reynslusögum deilt. Í
Strætó-appið breytir um svip með nýrri uppfærslu þar sem miklar umbætur hafa verið gerðar á útliti og virkni. Stærsta breytingin er viðbót þar sem viðskiptavinir geta keypt sér far með appinu og notað símann til að sýna farmiðann. Venjulegur snjallsími verður þannig bæði miðasala og farmiði í senn. Hér getur þú sótt app fyrir Iphone
Evrópustofnun stjórnsýslufræða auglýsir eftir tilnefningum til Evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna 2015. Íslensk sveitarfélög geta sótt um, umsóknarfrestur er til 17. apríl 2015. Markmið verðlaunanna er m.a. að kynna og verðlauna fyrirmyndarverkefni í opinberri stjórnsýslu með áherslu á þátttökulýðræði, nýsköpun, hagkvæmni og atvinnusköpun. Nánari upplýsingar á heiðasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Rafræn íbúakosning fer fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. – 26. mars n.k. Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög og m.a. spurt um afstöðu íbúa á tímasetningu bæjarhátíðarinnar Hafnardagar. Innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að kosningaaldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár. Miðað er við að viðkomandi verði orðinn 16
Á fundi bæjarráðs Árborgar 26. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um – frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur. Eftirfarandi var bókað: Bæjarráð Árborgar mótmælir þeim áformum að leiðir sem skilað geti rekstrarafgangi verði boðnar út sérstaklega. Slíkt mun kippa rekstrargrundvelli undan almenningssamgöngum
Frumkvöðladagur uppsveitanna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00 – 17:00 á Café Mika, Reykholti. Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og skipulagður af ferðamálaráði uppsveita Árnessýslu. Markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu. Hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa. Stoðkerfið verður kynnt,
Rótarýklúbbur Rangæinga í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi býður til málþings í Gunnarsholti 26. febrúar 2015 um náttúruvernd og öryggi í ferðamennsku. Leitað verður svara við því hvernig byggja megi upp ferðaþjónustu í sátt við náttúruna með öryggi ferðalanga að leiðarljósi. Þingið hefst kl. 12:30 og lýkur kl. 16:00