fbpx

Fréttir

2. mars 2015

Rafræn íbúakosning fer fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. – 26. mars n.k.  Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög og m.a. spurt um afstöðu íbúa  á tímasetningu bæjarhátíðarinnar Hafnardagar. Innanríkisráðuneytið hefur samþykkt að kosningaaldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár.  Miðað er við að viðkomandi verði orðinn 16

2. mars 2015

Á fundi bæjarráðs Árborgar 26. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um – frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur. Eftirfarandi var bókað: Bæjarráð Árborgar mótmælir þeim áformum að leiðir sem skilað geti rekstrarafgangi verði boðnar út sérstaklega. Slíkt mun kippa rekstrargrundvelli undan almenningssamgöngum

25. febrúar 2015

Frumkvöðladagur uppsveitanna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00 – 17:00 á Café Mika, Reykholti. Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og skipulagður af ferðamálaráði uppsveita Árnessýslu. Markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu. Hugað verður að því hvernig er að hefja atvinnurekstur eða þróa. Stoðkerfið verður kynnt,

24. febrúar 2015

Rótarýklúbbur Rangæinga í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi býður til málþings í Gunnarsholti 26. febrúar 2015 um náttúruvernd og öryggi í ferðamennsku. Leitað verður svara við því hvernig byggja megi upp ferðaþjónustu í sátt við náttúruna með öryggi ferðalanga að leiðarljósi. Þingið hefst kl. 12:30 og lýkur kl. 16:00

23. febrúar 2015

Vegna framkvæmda á Selfossi,  á Austurvegi og Tryggvagötu, verða vagnar að aka aðrar leiðir til og frá N1 stöðinni. Ekið er Eyraveg, Fossheiði að FSu, frá Fsu eftir Tryggvagötu inn á Engjaveg, Rauðholt og svo Austurveg austanmegin. Settar verða upp nýjar biðstöðvar á meðan á framkvæmdum stendur, sunnan megin við hringtorgið hjá Ráðhúsinu og á Engjavegi

23. febrúar 2015

Vegagerðin og Sveitarfélagið Árborg auglýsa lokun á þjóðvegi nr. 1 vegna framkvæmda á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu á Selfossi. Gatnamótunum verður lokað þann 25. febrúar nk. og verða þau lokuð í allt að 6 vikur. Sjá kort

23. febrúar 2015

Á heimasíðu Fjársýslu ríkisins má finna uppgjör á sóknargjöldum fyrir árið 2014. Þessi gjöld eru greidd af ríkissjóði 15. hvers mánaðar til þjóðkirkjusafnaða og trúfélaga utan þjóðkirkjusafnaða. Innanríkisráðuneytið ákvarðar fjárhæð sóknargjalds. Af greiðslum til þjóðkirkjusafnaða er 5% greitt til héraðssjóðs. Til viðbótar við bein sóknargjöld greiðir ríkið einnig inn í Jöfnunarsjóð þjóðkirkjusókna 18,5% og í

19. febrúar 2015

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fer af stað 13. mars 2015, en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og vísindum.

19. febrúar 2015

Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS – Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði, er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Fanney veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Þjónustan felst m.a. í handleiðslu við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og  styrkumsókna. Auk þess er hægt að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar,