fbpx

Fréttir

17. febrúar 2015

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum í nýjan Byggðarannsóknasjóð. Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki. Nánari upplýsingar og umsóknarform hér

16. febrúar 2015

Eirný Vals hefur verið ráðin „ Verkefnisstjóri  Brothættra byggða – Skaftárhreppur til framtíðar“,  hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.  Eirný mun hafa búsetu í Skaftárhrepp og hefja störf um næstu mánaðarmót. Alls bárust 28 umsóknir. Sex umsækjendur voru teknir í viðtal og í framhaldinu var Eirný Vals ráðin. Eirný hefur mikla þekkingu og reynslu af byggðamálum og

11. febrúar 2015

Þriðjudaginn 10. febrúar var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. Heildarfjárhæð samningana nemur ríflega 550 m. kr. en til viðbótar mun mennta-og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi rekstur menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar

10. febrúar 2015

Verslunarmannafélag Suðurlands boðar til opins fundar í sal félagsins á Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð, fimmtudagskvöldið 26. febrúar frá kl. 20:00 til 22:00 til að ræða málefni nýrrar Ölfusárbrúar og staðsetningu hennar. Frummælendur verð: Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Guðmundur Lárusson, bóndi í Stekkum.

9. febrúar 2015

Einstök íslensk upplifun er  6-9 mánaða tilraunaverkefni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Óskað er eftir samstarfi við þrjú til fimm starfandi fyrirtæki sem vilja aðstoð við að greina sóknarfæri sín og auðga upplifun ferðamanna. Markmið verkefnisins er að auka virði vöru og þjónustuframboð íslenskrar ferðaþjónustu með aðferðarfræði skapandi greina og upplifunartengdrar ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að

9. febrúar 2015

Hvernig sérðu Árborg fyrir þér næstu 10, 20 eða jafnvel 30 ár? Hvaða samfélagslegu og auðlindatengdu tækifæri finnast á þínu svæði? Hvernig er mikilvægt að halda á málum er varða búsetu og búferlaflutninga? Hvernig sérð þú atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi. Verða börnin þín við stjórnvölinn í Árborg eftir 20 ár? Við viljum

9. febrúar 2015

Í meðfylgjandi töflu má sjá nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga í hverju sveitarfélagi á Suðurlandi.  Flestar nýskráningar eru í sveitarfélaginu Árborg eða 700 talsins, þar af 347 á árunum 2002-2006 eða tæplega helmingur. Yfir heildina eru flestar nýskráningar 2007, bæði hér á Suðurlandi og landinu öllu og hefur ekki verið fleiri hvorki fyrr né síðar. Hér

3. febrúar 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sett upp undirsíður á heimasíðu sinni um nýsköpun í sveitarfélögum, sem er nokkurs konar gagnabanki um nýsköpunar- og þróunarverkefni sveitarfélaga sem hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlaunanna í opinberri stjórnsýslu og þjónustu sl. þrjú ár. Þar má sjá  um hvers konar verkefni er að ræða og stutta lýsing á öllum verkefnunum.

3. febrúar 2015

Samkvæmt lögum eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en auk þess innheimta sveitarfélögin ýmsar þjónustutekjur og tekjur af eigin stofnunum og fyrirtækjum. Á árinu 2013 voru skatttekjur 71%,  framlag úr Jöfnunarsjóði 13% og aðrar tekjur 17% af heildartekjum sveitarsjóða á landinu öllu. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er dregið af

3. febrúar 2015

Kynning á Erasmus + Creative Europe verður haldin á Selfossi í Fjölheimum við Bankaveg, föstudaginn 6. febrúar kl. 9:30 – 11:30 og í fjarfundi á Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá og skráning Selfossi Á Höfn í Hornafirði, Nýheimum, föstudaginn 6. febrúar kl. 14:00 – 15:30. Ath. eingögnu Erasmus+ Dagskrá og skráning Höfn