fbpx

Fréttir

2. febrúar 2015

Sjónvarpsstöðin N4 verður með  þætti í vetur sem fjalla um spennandi staði á Suðurlandi. Þættirnir eru 24 talsins og verða á miðvikudögum kl. 18:30.  Þáttastjórnendurnir Margrét Blöndal og Sighvatur Jónsson verða á ferðinni og ræða við hina ýmsu aðila á þessu svæði. Sjá má þættina hér

2. febrúar 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli sveitarstjórna og landshlutasamtaka á því að innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Heildstæða löggjöf um farþegaflutninga á landi Með frumvarpinu er lögð til heildstæð löggjöf um farþegaflutninga sem ekki hefur verið fyrir hendi hingað til heldur er reglur á þessu sviði

2. febrúar 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015. Styrkir þessir eru veittir af velferðarráðherra og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 35 milljónir og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000. Ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 16.febrúar.

30. janúar 2015

Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.  Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin.  Alls bárust tilnefningar um 11 verkefni og voru þær mjög fjölbreyttar.  Verðlaunin hlaut Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli.  Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) skipaði starfshóp til að fjalla

29. janúar 2015

Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014 verða afhent á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands  í dag, 29. janúar,  en þar verður einnig afhentur styrkur úr Vísindasjóði Suðurlands. Hátíðarfundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 18:00. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Fjöldi góðra tilnefninga barst SASS að þessu sinni, en alls voru 11 einstaklingar,

27. janúar 2015

Heildarflatarmál Íslands er 102.698 km2, af því er Suðurland 30.968 km2 eða  30%. Tvö stærstu sveitarfélögin, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur eru samtals 13.226 km2, sem er 42,7%  flatarmáls Suðurlands. Samtals eru Mýrdals-og Eyjafjallajökull 674 km2. Í heild er Vatnajökull 8.300 km2 og um 60% telst til Suðurlands og sama hlutfall á við um Hofs-og Langjökul, en

21. janúar 2015

Eins og fram hefur komið hafa Skaftárhreppur og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), með stuðningi Byggðastofnunar, auglýst eftir verkefnisstjóra til 3ja ára til að vinna í verkefninu „Brothættar byggðir – Skaftárhreppur til framtíðar“.  Verkefnið er að fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar til eflingar byggðar og mannlífs í Skaftárhreppi og vinna þannig náið með sveitarstjórn Skaftárhrepps, starfsmönnum og

21. janúar 2015

Samningur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og ríkisins um menningarmál hefur ekki verið gerður fyrir árið 2015. Verið er að vinna að nýjum samningum milli ríkis og sambanda sveitarfélaga á landsvísu. Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar en ætlunin er að sameina í einn samning menningarsamninga, vaxtarsamninga og samninga um sóknaráætlun. Þar með verður væntanlega til nýr sjóður

19. janúar 2015

Fundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík, föstudaginn 23. janúar kl. 11:45 Fyrirsögn ráðstefnunar er Skapandi þjónusta, forsenda velferðar; Samvinna – Hönnun – Þekking. Fundarstjóri verður Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.  Áformað er að fundinum ljúki kl. 14:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,

19. janúar 2015

Skipulags-og byggingarfulltrúi Uppsveita bs. er byggðasamlag sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa á svæðinu. Opnuð hefur verið ný heimasíða byggðasamlagsins og er hún aðgengileg hér. Þau sveitarfélög sem aðild eiga að byggðasamlaginu eru; Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða-og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.