fbpx

Fréttir

9. desember 2014

Á 210. fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar sem haldinn var, 6. desember  sl. var eftirfarandi bókun lögð fram: „Bæjarstjórn Hornafjarðar skorar á dómsmálaráðherra að breyta nýútkominni reglugerð um Lögregluumdæmi lögreglustjóra sem birt var á vef Innanríkisráðuneytis s.l. fimmtudag. 4. desember á þann veg að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir lögregluumdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi og fylgi þannig kjördæmamörkum. Haldið

9. desember 2014

Menningarverðlaun Bláskógabyggðar voru afhent í fyrsta skipti á jólamarkaði Kvenfélags Laugdæla laugardaginn 29. nóvember. Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar hafði veg og vanda af afhendingu verðlaunanna. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut Ungmennafélags Biskupstungna fyrir að standa að útgáfu Litla – Bergþórs í 35 ár og útgáfu á sögu félagsins “Ungmennafélag Biskupstungna – 100 ára saga”. Það

5. desember 2014

Heimildarmyndin „Í sambýli við náttúruöflin“ verður sýnd á RÚV sunnudaginn 7. des. kl. 18:25, endursýnd 20. des.  kl. 16.55 Í myndinni er litið til Hveragerðis sem dæmi um samfélag sem lært hefur að lifa við ógn og afleiðingar jarðskjálfta. Brugðið er upp svipmyndum af glímu íbúa þess við jarðskjálfta í gegnum tíðina, rætt við fulltrúa

5. desember 2014

Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps hefur lagt það til við sveitastjórn að sveitarfélagið taki þátt í því átaki að fá fólk til þess að hætta að nota plastpoka undir sorp og til innkaupa og nota heldur fjölnota innkaupapoka eða mais poka. Þá leggur nefndin til að sveitastjórn sýni hug í verki og skoði kostnað við að

1. desember 2014

Frumkvöðlasetrið FRUSS opnaði formlega á Selfossi fimmtudaginn 27. nóvember. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og er staðsett í húsakynnum SASS við Austurveg 56 á Selfossi. Á frumkvöðlasetrinu geta frumkvöðlar fengið aðstöðu til að vinna að framgangi hugmynda sinn gegn vægu gjaldi. Einnig stendur þeim til boða aðstaða á öðrum starfsstöðvum

25. nóvember 2014

Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15:00 – 16:00, verður formleg opnun frumkvöðlaseturs SASS og  Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í húsnæði SASS að Austurvegi 56, Selfossi. Frumkvöðlasetrið – FRUSS – verður rekið í samstarfi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar með er frumkvöðlastarf á Suðurlandi tengt frumkvöðlaneti NMI og því ágæta starfi sem þar fer fram. Áhugasamir hvattir

25. nóvember 2014

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út í byrjun október árbók sveitarfélaga 2014. Bókin er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2013. Einnig eru birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis önnur atriði sem varða sveitarfélögin og rekstur þeirra

25. nóvember 2014

Alls barst 41 umsókn um stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem auglýst var fyrir skömmu. Þorvarður Hjaltason, núverandi framkvæmdastjóri, hættir störfum þann 1. desember næstkomandi. Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdarstjóri Ágúst Loftsson, grafískur,hönnuður Berglind Björk Hreinsdóttir, verkefnastjórnun, MPM Bjarni Guðmundsson, viðskiptafræðingur, MBA Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, viðskiptafræðingur, M.Sc. Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari Björg Erlingsdóttir, stjórnsýslufræðingur,

18. nóvember 2014

Þann 7. október ýtti SASS úr vör námskeiðaröð í samstarfi við markaðsþjónustuna SPONTA. Námskeiðin eru ætluð aðilum í ferðaþjónustu án markaðsdeildar og fengu afar góða aðsókn. Alls skráðu 52 þáttakendur sig til leiks og urðu því námskeiðin 5 talsins. Námskeiðin standa yfir í 6 vikur, fyrri hlutinn er fjarnám. Seinni hlutinn fer fram á vinnustofum,